
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Skíðaskotfimi er tiltölulega ný íþrótt hérlendis, en markvisst er unnið að útbreiðslu hennar innan Skíðasambands Íslands. Einar Ólafsson, formaður skíðagöngunefndar SKÍ og stjórnarmaður í skíðaskotfimideild sambandsins, skipulagði keppnisferð í samráði við Skíðasamband Grænlands fyrir skömmu og tók hópurinn þátt í Grænlenska meistaramótinu í skíðaskotfimi, sem fram fór í Nuuk. „Ferðin var hluti af innleiðingu skíðaskotfimi á Íslandi, að efla og kynna íþróttina hérlendis,“ segir hann um fyrstu þátttöku Íslendinga á móti í greininni erlendis.
Skíðasambandið er í Alþjóðatvíkeppnissambandinu, IBU, og keppni hérlendis er samkvæmt reglum þess. „Við reynum að bæta okkur með hverju móti og læra af öðrum þjóðum, meðal annars af Grænlendingum, sem eru komnir
...