Kænugarður Merz og Selenskí funduðu um helgina um stöðuna.
Kænug­arður Merz og Selenskí funduðu um helg­ina um stöðuna. — AFP/​Genya Sa­vilov

Friedrich Merz Þýska­landskansl­ari varaði við því í gær að ef eng­in hreyf­ing yrði á friðarviðræðum á milli Rúss­lands og Úkraínu í þess­ari viku, þá myndu ríki Evr­ópu herða veru­lega á viðskiptaþving­un­um sín­um gagn­vart Rússlandi.

Merz skoraði einnig á Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta að mæta til fund­ar í Ist­an­búl á morg­un, fimmtu­dag, og samþykkja vopna­hlé en Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti hef­ur sagt að hann muni bíða þar eft­ir Pútín.

Hrósaði Merz Selenskí fyr­ir hug­rekki sitt og sagði að stríðinu yrði að ljúka. „Og þess vegna veit­um við einnig hernaðaraðstoð, og ef það er nauðsyn­legt mun­um við veita Úkraínu­mönn­um hernaðaraðstoð í mörg ár ef stríðinu lýk­ur ekki,“ sagði Merz, en rík­is­stjórn hans ákvað í vik­unni að greina ekki leng­ur op­in­ber­lega frá því ná­kvæm­lega í hverju herstuðning­ur Þjóðverja fæl­ist.

...