
Útlit er fyrir að starfsemi Fjölskylduhjálpar Íslands verði hætt í haust ef ekkert verður að gert. „Við erum búin að segja upp leigunni og ég á von á því að það verði lokað 1. september,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Hún furðar sig á að Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hafi hafnað styrkbeiðni samtakanna og segir ráðherrann ekki starfa í takt við það sem hún hefur áður látið frá sér fara.
„Hún þekkir starfið og veit hvað það er mikilvægt. Ég talaði við hana í þrígang. Í fyrsta símtalinu var allt mjög jákvætt. Svo hitti ég hana á landsfundi Flokks fólksins og spurði hana um málið. Þá sagðist hún hafa lagt þetta fyrir ríkisstjórn og þar hefði því verið synjað því engir peningar væru til. Í þriðja samtalinu sagðist hún ekkert
geta gert,“ segir Ásgerður Jóna
sem hefur tekið þátt í starfi Flokks fólksins