Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosa­dótt­ir

Útlit er fyr­ir að starf­semi Fjöl­skyldu­hjálp­ar Íslands verði hætt í haust ef ekk­ert verður að gert. „Við erum búin að segja upp leig­unni og ég á von á því að það verði lokað 1. sept­em­ber,“ seg­ir Ásgerður Jóna Flosa­dótt­ir, formaður Fjöl­skyldu­hjálp­ar Íslands. Hún furðar sig á að Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, hafi hafnað styrk­beiðni sam­tak­anna og seg­ir ráðherr­ann ekki starfa í takt við það sem hún hef­ur áður látið frá sér fara.

„Hún þekk­ir starfið og veit hvað það er mik­il­vægt. Ég talaði við hana í þrígang. Í fyrsta sím­tal­inu var allt mjög já­kvætt. Svo hitti ég hana á lands­fundi Flokks fólks­ins og spurði hana um málið. Þá sagðist hún hafa lagt þetta fyr­ir rík­is­stjórn og þar hefði því verið synjað því eng­ir pen­ing­ar væru til. Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert
geta gert,“ seg­ir Ásgerður Jóna
sem hef­ur tekið þátt í starfi Flokks fólks­ins

...