— AFP/​Band­ar Al-Jaloud

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti lenti í gær í Ríad, höfuðborg Sádi-Ar­ab­íu, og heilsaði krón­prins­inn Mohammed bin Salm­an hon­um með þétt­ings­föstu hand­ar­taki. Þetta er fyrsta op­in­bera heim­sókn Trumps til ann­ars rík­is frá því að hann hóf seinna kjör­tíma­bil sitt.

Með Trump í för voru ýms­ir ráðherr­ar og ráðgjaf­ar, sem og auðkýf­ing­ur­inn Elon Musk, en einn helsti til­gang­ur ferðar­inn­ar er að styrkja viðskipta­sam­band Banda­ríkj­anna við nokk­ur lyk­il­ríki Mið-Aust­ur­landa. Varn­ar­mál verða einnig á dag­skrá, en Sádar vilja m.a. kaupa F-35-orr­ustuþotur af Banda­ríkja­mönn­um.

Trump mun síðar í þess­ari viku halda för sinni áfram til Kat­ar og svo til Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­anna.