
— AFP/Bandar Al-Jaloud
Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í gær í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, og heilsaði krónprinsinn Mohammed bin Salman honum með þéttingsföstu handartaki. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn Trumps til annars ríkis frá því að hann hóf seinna kjörtímabil sitt.
Með Trump í för voru ýmsir ráðherrar og ráðgjafar, sem og auðkýfingurinn Elon Musk, en einn helsti tilgangur ferðarinnar er að styrkja viðskiptasamband Bandaríkjanna við nokkur lykilríki Mið-Austurlanda. Varnarmál verða einnig á dagskrá, en Sádar vilja m.a. kaupa F-35-orrustuþotur af Bandaríkjamönnum.
Trump mun síðar í þessari viku halda för sinni áfram til Katar og svo til Sameinuðu arabísku furstadæmanna.