Dóms­málaráðuneytið hef­ur ákveðið að aug­lýsa stöðu lög­reglu­stjóra á Suður­nesj­um og hef­ur Úlfar Lúðvíks­son, sem gegnt hef­ur embætti lög­reglu­stjóra þar frá því í nóv­em­ber 2020, þegar látið af störf­um. Til stóð að skip­un­ar­tími Úlfars myndi renna út um…
Hættur Úlfar Lúðvíksson hefur þegar látið af embætti.
Hætt­ur Úlfar Lúðvíks­son hef­ur þegar látið af embætti. — Morg­un­blaðið/​Hall­ur Már

Dóms­málaráðuneytið hef­ur ákveðið að aug­lýsa stöðu lög­reglu­stjóra á Suður­nesj­um og hef­ur Úlfar Lúðvíks­son, sem gegnt hef­ur embætti lög­reglu­stjóra þar frá því í nóv­em­ber 2020, þegar látið af störf­um. Til stóð að skip­un­ar­tími Úlfars myndi renna út um miðjan nóv­em­ber nk., en eft­ir að vilji dóms­málaráðherra lá ljós fyr­ir óskaði Úlfar eft­ir að verða leyst­ur frá störf­um án taf­ar. Yf­ir­gaf hann því embætti lög­reglu­stjóra á Suður­nesj­um á miðnætti.

Úlfar seg­ir dóms­málaráðherra hafa boðað sig á fund sl. mánu­dag og voru ráðherra og ráðuneyt­is­stjóri viðstadd­ir fund­inn. Þar var hon­um kynnt­ur vilji ráðuneyt­is­ins til að aug­lýsa embættið og end­ur­nýja þannig ekki skip­un­ar­tíma Úlfars. Mun ákvörðun ráðherra hafa komið Úlfari í opna skjöldu.

Seg­ist hann þá í kjöl­farið hafa óskað eft­ir því að verða leyst­ur frá embætti án taf­ar og varð dóms­málaráðherra

...