
Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að auglýsa stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum og hefur Úlfar Lúðvíksson, sem gegnt hefur embætti lögreglustjóra þar frá því í nóvember 2020, þegar látið af störfum. Til stóð að skipunartími Úlfars myndi renna út um miðjan nóvember nk., en eftir að vilji dómsmálaráðherra lá ljós fyrir óskaði Úlfar eftir að verða leystur frá störfum án tafar. Yfirgaf hann því embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum á miðnætti.
Úlfar segir dómsmálaráðherra hafa boðað sig á fund sl. mánudag og voru ráðherra og ráðuneytisstjóri viðstaddir fundinn. Þar var honum kynntur vilji ráðuneytisins til að auglýsa embættið og endurnýja þannig ekki skipunartíma Úlfars. Mun ákvörðun ráðherra hafa komið Úlfari í opna skjöldu.
Segist hann þá í kjölfarið hafa óskað eftir því að verða leystur frá embætti án tafar og varð dómsmálaráðherra
...