
Danski körfuboltamaðurinn Adama Darboe fór fyrir Ármenningum þegar liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í 45 ár með sigri gegn Hamri, í oddaleik liðanna í umspili 1. deildarinnar í Laugardalshöllinni á mánudaginn. „Maður hefur upplifað marga stóra sigra á ferlinum og þessi var á meðal þeirra sætustu,“ sagði Darboe í samtali við Morgunblaðið. »22