Danski körfu­boltamaður­inn Adama Dar­boe fór fyr­ir Ármenn­ing­um þegar liðið tryggði sér sæti í úr­vals­deild­inni í fyrsta sinn í 45 ár með sigri gegn Hamri, í odda­leik liðanna í um­spili 1. deild­ar­inn­ar í Laug­ar­dals­höll­inni á mánu­dag­inn. „Maður hef­ur upp­lifað marga stóra sigra á ferl­in­um og þessi var á meðal þeirra sæt­ustu,“ sagði Dar­boe í sam­tali við Morg­un­blaðið. »22