
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Rússar bera alla ábyrgð á örlögum farþegaþotunnar MH17, sem rússneskumælandi aðskilnaðarssinnar skutu niður árið 2014, að mati alþjóðaflugmálastofnunarinnar ICAO, en stofnunin úrskurðaði í fyrrinótt í kærumáli sem stjórnvöld í Hollandi og Ástralíu höfðuðu á hendur Rússlandi vegna atviksins.
Vélin var á leiðinni frá Amsterdam í Hollandi til Kúala Lúmpúr í Malasíu hinn 17. júlí 2014, þegar hún var skotin niður yfir Donetsk-héraði. Öll áhöfnin og allir farþegar um borð, alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað, en flestir þeirra komu frá Ástralíu og Hollandi. Rússar hafa hins vegar alltaf neitað sök, en dómstóll í Hollandi dæmdi þrjá menn í fangelsi, þar af tvo Rússa, árið 2022 fyrir aðild sína að árásinni.
Í niðurstöðu ICAO kom fram
...