Rúss­ar bera alla ábyrgð á ör­lög­um farþegaþot­unn­ar MH17, sem rúss­nesku­mæl­andi aðskilnaðarss­inn­ar skutu niður árið 2014, að mati alþjóðaflug­mála­stofn­un­ar­inn­ar ICAO, en stofn­un­in úr­sk­urðaði í fyrrinótt í kæru­máli sem stjórn­völd í Hollandi og Ástr­al­íu höfðuðu á hend­ur Rússlandi vegna at­viks­ins
MH17-vélin Brak vélarinnar var sett saman á herflugvellinum í Gilze-Rijen í Hollandi vegna dómsmálsins sem leitt var þar til lykta árið 2022.
MH17-vél­in Brak vél­ar­inn­ar var sett sam­an á herflug­vell­in­um í Gilze-Rij­en í Hollandi vegna dóms­máls­ins sem leitt var þar til lykta árið 2022. — AFP/​Peter Dejong

Stefán Gunn­ar Sveins­son

sgs@mbl.is

Rúss­ar bera alla ábyrgð á ör­lög­um farþegaþot­unn­ar MH17, sem rúss­nesku­mæl­andi aðskilnaðarss­inn­ar skutu niður árið 2014, að mati alþjóðaflug­mála­stofn­un­ar­inn­ar ICAO, en stofn­un­in úr­sk­urðaði í fyrrinótt í kæru­máli sem stjórn­völd í Hollandi og Ástr­al­íu höfðuðu á hend­ur Rússlandi vegna at­viks­ins.

Vél­in var á leiðinni frá Amster­dam í Hollandi til Kúala Lúm­púr í Malas­íu hinn 17. júlí 2014, þegar hún var skot­in niður yfir Do­netsk-héraði. Öll áhöfn­in og all­ir farþegar um borð, alls 298 manns, fór­ust þegar vél­inni var grandað, en flest­ir þeirra komu frá Ástr­al­íu og Hollandi. Rúss­ar hafa hins veg­ar alltaf neitað sök, en dóm­stóll í Hollandi dæmdi þrjá menn í fang­elsi, þar af tvo Rússa, árið 2022 fyr­ir aðild sína að árás­inni.

Í niður­stöðu ICAO kom fram

...