
Benjamín Netanjahú
Forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, lýsti því yfir í gær að Ísraelsher myndi ráðast inn á Gasasvæðið „með fullum krafti“ á allra næstu dögum til þess að „ljúka aðgerðinni“. Sagði Netanjahú í yfirlýsingu sinni að merking þess að ljúka aðgerðinni væri sú að sigrast á hryðjuverkasamtökunum Hamas og leggja þau alfarið í eyði.
„Það verður engin staða uppi þar sem við stöðvum stríðið. Tímabundið vopnahlé gæti tekið gildi, en við ætlum okkur alla leið,“ sagði Netanjahú í yfirlýsingu sinni.
Sagði hann jafnframt að Ísraelsstjórn væri búin að setja upp leiðir til þess að íbúar Gasasvæðisins gætu yfirgefið það, en að finna þyrfti ríki sem væru reiðubúin til þess að taka á móti þeim.