Benjamín Netanjahú
Benja­mín Net­anja­hú

For­sæt­is­ráðherra Ísra­els, Benja­mín Net­anja­hú, lýsti því yfir í gær að Ísra­els­her myndi ráðast inn á Gasa­svæðið „með full­um krafti“ á allra næstu dög­um til þess að „ljúka aðgerðinni“. Sagði Net­anja­hú í yf­ir­lýs­ingu sinni að merk­ing þess að ljúka aðgerðinni væri sú að sigr­ast á hryðju­verka­sam­tök­un­um Ham­as og leggja þau al­farið í eyði.

„Það verður eng­in staða uppi þar sem við stöðvum stríðið. Tíma­bundið vopna­hlé gæti tekið gildi, en við ætl­um okk­ur alla leið,“ sagði Net­anja­hú í yf­ir­lýs­ingu sinni.

Sagði hann jafn­framt að Ísra­els­stjórn væri búin að setja upp leiðir til þess að íbú­ar Gasa­svæðis­ins gætu yf­ir­gefið það, en að finna þyrfti ríki sem væru reiðubú­in til þess að taka á móti þeim.