— Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

„Nú skín sól­in og það eru drauma­dag­ar í svona vinnu úti á veg­un­um,“ seg­ir Birg­ir Blöndahl Arn­gríms­son, verk­efn­is­stjóri hjá Colas Ísland. Starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins settu allt á fullt í eft­ir­miðdag­inn í gær og fræstu upp mal­bikskafla á Reykja­nes­braut við Voga á Vatns­leysu­strönd. Kafl­inn sá er um 770 m lang­ur og var um­ferð þrengd inn eina á ak­rein fram hjá fram­kvæmda­svæðinu. Nýtt mal­bik verður svo lagt út á þess­um sama stað í dag, miðviku­dag.

„Fræs­ing ann­an dag­inn og mal­bik þann næsta. Þannig er gang­ur­inn í okk­ar starfi,“ seg­ir Birg­ir um verk­efnið. Svona verða alls tíu bút­ar á Reykja­nes­braut­inni tekn­ir nú á vor­dög­um. „Ástand veg­ar­ins er orðið hrika­legt og raun­ar mjög hættu­legt. Víða eru djúp hjól­för og hol­ur. Þessu fylg­ir slysa­hætta svo sem þegar vatns­agi er í rás­um á veg­in­um. Vinn­an nú er því mjög aðkallandi,“ seg­ir Birg­ir.

Örygg­is vegna er há­marks­hraði bíla sem aka nærri verkstað lækkaður niður í 50 km/​klst. og viðeig­andi

...