
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Starfslokasamningarnir 11 sem Reykjavíkurborg gerði við skólastjórnendur og aðra stjórnendur á vettvangi skóla- og frístundasviðs borgarinnar á tímabilinu 2015 til maí 2024 eru miskostnaðarsamir og taka til mislangs tíma.
Sá lengsti og jafnframt sá dýrasti tekur til 22 mánaða og kostaði borgina 45,6 milljónir, að teknu tilliti til launatengdra gjalda. Sá stysti var aftur á móti til fimm mánaða, en kostnaður vegna hans nam rúmum 14 milljónum. Meðalfjárhæð starfslokasamninganna er um 29 milljónir, en árlegur kostnaður borgarinnar af samningunum nam 37,6 milljónum að meðaltali.
Í svari skóla- og frístundasviðs borgarinnar við fyrirspurn tveggja fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði, þeirra Mörtu Guðjónsdóttur og Helga
...