Starfs­loka­samn­ing­arn­ir 11 sem Reykja­vík­ur­borg gerði við skóla­stjórn­end­ur og aðra stjórn­end­ur á vett­vangi skóla- og frí­stunda­sviðs borg­ar­inn­ar á tíma­bil­inu 2015 til maí 2024 eru mis­kostnaðarsam­ir og taka til mis­langs tíma
Maríuborg Styr stóð um skólastjóra Maríuborgar í vetur.
Maríu­borg Styr stóð um skóla­stjóra Maríu­borg­ar í vet­ur. — Morg­un­blaðið/​Karítas

Ólaf­ur E. Jó­hanns­son

oej@mbl.is

Starfs­loka­samn­ing­arn­ir 11 sem Reykja­vík­ur­borg gerði við skóla­stjórn­end­ur og aðra stjórn­end­ur á vett­vangi skóla- og frí­stunda­sviðs borg­ar­inn­ar á tíma­bil­inu 2015 til maí 2024 eru mis­kostnaðarsam­ir og taka til mis­langs tíma.

Sá lengsti og jafn­framt sá dýr­asti tek­ur til 22 mánaða og kostaði borg­ina 45,6 millj­ón­ir, að teknu til­liti til launa­tengdra gjalda. Sá stysti var aft­ur á móti til fimm mánaða, en kostnaður vegna hans nam rúm­um 14 millj­ón­um. Meðal­fjár­hæð starfs­loka­samn­ing­anna er um 29 millj­ón­ir, en ár­leg­ur kostnaður borg­ar­inn­ar af samn­ing­un­um nam 37,6 millj­ón­um að meðaltali.

Í svari skóla- og frí­stunda­sviðs borg­ar­inn­ar við fyr­ir­spurn tveggja full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins í skóla- og frí­stundaráði, þeirra Mörtu Guðjóns­dótt­ur og Helga

...