„Spáin er afskaplega góð og maður er dálítið hræddur við svona góða spá, þ.e. að hún standi ekki undir væntingum á endanum,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, en svo virðist sem staða veðurkerfanna sé með allra hagstæðasta móti

Rjómablíða Sólin mun leika við landsmenn alla á næstu dögum.
— Morgunblaðið/Eyþór
Tinna Björt Jónsdótir
tbj@mbl.is
„Spáin er afskaplega góð og maður er dálítið hræddur við svona góða spá, þ.e. að hún standi ekki undir væntingum á endanum,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, en svo virðist sem staða veðurkerfanna sé með allra hagstæðasta móti. „Við sjáum stundum á vorin og snemmsumars þessi háþrýstisvæði sem beina til okkar lofti úr suðri, lofti sem er hlýtt og með lítilli skýjahulu. Þau fara hérna stundum hjá en staldra ekki við í marga daga eins og spáin er að gefa til kynna núna,“ segir Einar.
Bændur geta byrjað heyannir
Í ljósi þessa er bændum óhætt að undirbúa slátt þar sem hlýjast er, en huga þarf þó
...