Jón Óttar Ólafs­son, ann­ar stofn­enda rann­sókna­fyr­ir­tæk­is­ins PPP í miðri hringiðu gagnaleka­máls­ins svo­nefnda, hafn­ar ásök­un­um um brot á þagn­ar­skyldu, gagnastuld eða gagnaleka, enda hafi þær áður verið rann­sakaðar og málið fellt niður
Hrunskoðun Fyrstu starfsmenn nýs embættis sérstaks saksóknara í febrúar 2009: Sigurður Tómas Magnússon, Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, Ólafur Þór Hauksson, Sveinn Ingiberg Magnússon og Grímur Grímsson.
Hrunskoðun Fyrstu starfs­menn nýs embætt­is sér­staks sak­sókn­ara í fe­brú­ar 2009: Sig­urður Tóm­as Magnús­son, Hólm­steinn Gauti Sig­urðsson, Ólaf­ur Þór Hauks­son, Sveinn Ingi­berg Magnús­son og Grím­ur Gríms­son. — Morg­un­blaðið/​Golli

Andrés Magnús­son

andres@mbl.is

Jón Óttar Ólafs­son, ann­ar stofn­enda rann­sókna­fyr­ir­tæk­is­ins PPP í miðri hringiðu gagnaleka­máls­ins svo­nefnda, hafn­ar ásök­un­um um brot á þagn­ar­skyldu, gagnastuld eða gagnaleka, enda hafi þær áður verið rann­sakaðar og málið fellt niður. Hann tel­ur lík­legt að Ólaf­ur Þ. Hauks­son héraðssak­sókn­ari hafi leikið tveim­ur skjöld­um í mál­inu, en sak­sókn­ar­inn þver­tek­ur fyr­ir það allt.

Jón Óttar kynnti sína sýn á málið í viðtali við Frosta Loga­son í hlaðvarp­inu Brot­kasti, sem birt var í gær. Hann tel­ur að sak­sókn­ar­inn hafi leitt sig og fé­laga sinn í PPP í gildru með rang­lega dag­sett­um verk­taka­samn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins við sér­stak­an sak­sókn­ara árið 2012. Mark­miðið hafi verið að þeir sætu í súp­unni vegna óleyfi­legs sam­starfs embætt­is­ins við ýms­ar slita­nefnd­ir og skipta­stjóra í

...