„Þess­ar til­lög­ur leysa ekki málið og næstu árin verða hús­in áfram byggð með fúski. Með þessu er verið að þyrla upp ryki og skapa óvissu inn á bygg­ing­ar­markaðinn sem er akkúrat það sem hann þarf ekki á að halda,“ seg­ir Böðvar Ingi Guðbjarts­son, formaður Fé­lags pípu­lagn­inga­meist­ara, um veg­vísi HMS
Vegvísir HMS hefur gefið út vegvísi fyrir byggingariðnaðinn. Lagt er til að leggja niður byggingarstjóra og að óháðar skoðunarstofur taki við af þeim.
Veg­vís­ir HMS hef­ur gefið út veg­vísi fyr­ir bygg­ing­ariðnaðinn. Lagt er til að leggja niður bygg­ing­ar­stjóra og að óháðar skoðun­ar­stof­ur taki við af þeim. — Morg­un­blaðið/​Bald­ur

Óskar Bergs­son

osk­ar@mbl.is

„Þess­ar til­lög­ur leysa ekki málið og næstu árin verða hús­in áfram byggð með fúski. Með þessu er verið að þyrla upp ryki og skapa óvissu inn á bygg­ing­ar­markaðinn sem er akkúrat það sem hann þarf ekki á að halda,“ seg­ir Böðvar Ingi Guðbjarts­son, formaður Fé­lags pípu­lagn­inga­meist­ara, um veg­vísi HMS.

Hann seg­ir að hér sé stöðugt verið að flytja inn vinnu­afl í hús­bygg­ing­ar sem hef­ur ekki verkþekk­ingu, og þar liggi vand­inn.

„HMS hef­ur ekki sinnt sínu lög­boðna eft­ir­liti og get­ur ekki varpað sök­inni á aðra. Stofn­un­in á að vera fyr­ir löngu búin að stíga inn og kalla þá verk­taka að borðinu sem skila frá sér verk­um sem eru í ólagi.“

Böðvar seg­ir að eft­ir kynn­ingu HMS og lest­ur veg­vís­is­ins vakni fleiri spurn­ing­ar en svör og hon­um finn­ist ómak­lega vegið að bygg­ing­ar­stjór­um sem viti ekk­ert hvað eigi að gera í stöðunni.

...