Daði Már Kristó­fers­son fjár­málaráðherra kveðst ögn ósátt­ur við gagn­rýni stjórn­ar­and­stöðunn­ar fyr­ir að gegna ekki boði for­seta Alþing­is um að koma til aukaþing­fund­ar á laug­ar­dag. Hann tel­ur að fáir ráðherr­ar séu dug­legri að sækja fundi þings­ins og taka þátt í umræðum
Alþingi Daði Már Kristófersson, efnahags- og fjármálaráðherra.
Alþingi Daði Már Kristó­fers­son, efna­hags- og fjár­málaráðherra. — Morg­un­blaðið/​Eyþór

Andrea Sig­urðardótt­ir

andrea@mbl.is

Daði Már Kristó­fers­son fjár­málaráðherra kveðst ögn ósátt­ur við gagn­rýni stjórn­ar­and­stöðunn­ar fyr­ir að gegna ekki boði for­seta Alþing­is um að koma til aukaþing­fund­ar á laug­ar­dag.

Hann tel­ur að fáir ráðherr­ar séu dug­legri að sækja fundi þings­ins og taka þátt í umræðum. Það hafi staðið til á laug­ar­dag.

„Umræðan stytt­ist skyndi­lega og ég náði því ekki á fund­inn áður en hon­um lauk. Ég hafði öðrum hnöpp­um að hneppa,“ seg­ir ráðherra.

Óvissa um ferðir ráðherra

Þing­fund­ur hófst kl. 10 á laug­ar­dags­morg­un og óskaði stjórn­ar­andstaðan skjót­lega eft­ir að ráðherra yrði viðstadd­ur umræðuna.

...