
Halla Hrund Logadóttir
Í vikunni hóf ég umræðu á Alþingi um hvað nýlegt álit óbyggðanefndar frá 10. apríl sl. þýðir fyrir Vestmannaeyjar. Í stuttu máli byggist álitið á því að leiðbeinandi lagaregla felist í lokamálslið 2. kapítula rekabálks Jónsbókar frá 1281: Eyjar og sker sem „liggja fyrir landi“ teljist til þeirrar jarðar sem næst liggur, nema sýnt sé fram á annað með löggerningi.
Út frá þessari lagareglu hefur óbyggðanefnd mótað það sjónarmið að eyjar og sker sem liggja 2 km eða minna frá landi (frá grunnlínu netlaga jarðar eða heimaeyju), séu eignarland en ekki þjóðlenda. Fyrir Vestmannaeyjar eru þetta mikil tíðindi.
Vissulega þarf að horfa þarf til margra þátta við endanlegt mat á því hvort eyjar og sker teljist til eignarlanda allt í kringum landið. Þetta breytir ekki því
...