Lilja Rafney Magnúsdóttir
Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir

Ég hef nú mælt fyr­ir mik­il­vægu frum­varpi á Alþingi um veiðistjórn grá­sleppu sem fær­ir veiðistjórn­ina í fyrra horf með daga­kerfi og trygg­ir sjó­mönn­um aft­ur rétt sinn til veiða og af­nem­ur þau ólög sem sett voru á 2024 með kvóta­setn­ingu og framsal.

Meiri­hluti at­vinnu­vega­nefnd­ar flyt­ur þetta frum­kvæðismál en ann­ar meiri­hluti at­vinnu­vega­nefnd­ar flutti í fyrra­vor það laga­frum­varp sem varð að þeim lög­um sem nú eru í gildi og hafa svipt fjölda sjó­manna at­vinnu­rétti sín­um til grá­sleppu­veiða og gert fjár­fest­ing­ar þeirra verðlaus­ar í kjöl­farið. Þetta er í raun eigna­upp­taka fyr­ir fjöl­marg­ar minni út­gerðir og fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki.

Með frum­varp­inu verður aft­ur tek­in upp veiðistýr­ing með út­gáfu leyfa og fjölda veiðidaga sem tek­ur mið af leyfi­leg­um heild­arafla, þátt­töku í veiðunum og þróun veiða á fyrstu vik­um vertíðar. Frum­varpið hef­ur það mark­mið að tryggja aft­ur þeim

...

Höf­und­ur: Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir