
Ég hef nú mælt fyrir mikilvægu frumvarpi á Alþingi um veiðistjórn grásleppu sem færir veiðistjórnina í fyrra horf með dagakerfi og tryggir sjómönnum aftur rétt sinn til veiða og afnemur þau ólög sem sett voru á 2024 með kvótasetningu og framsal.
Meirihluti atvinnuveganefndar flytur þetta frumkvæðismál en annar meirihluti atvinnuveganefndar flutti í fyrravor það lagafrumvarp sem varð að þeim lögum sem nú eru í gildi og hafa svipt fjölda sjómanna atvinnurétti sínum til grásleppuveiða og gert fjárfestingar þeirra verðlausar í kjölfarið. Þetta er í raun eignaupptaka fyrir fjölmargar minni útgerðir og fjölskyldufyrirtæki.
Með frumvarpinu verður aftur tekin upp veiðistýring með útgáfu leyfa og fjölda veiðidaga sem tekur mið af leyfilegum heildarafla, þátttöku í veiðunum og þróun veiða á fyrstu vikum vertíðar. Frumvarpið hefur það markmið að tryggja aftur þeim
...