Flugvél TF-SIF er eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslu Íslands.
Flugvél TF-SIF er eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslu Íslands.
Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar, fór í slipp í Noregi á dögunum og verður þar næstu vikur. Áhöfn skipsins var sótt á miðvikudag til Noregs af TF-SIF, flugvél Gæslunnar. Þór var í vikunni siglt til Stafangurs í slipp hjá norska fyrirtækinu GMC Yard AS

Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar, fór í slipp í Noregi á dögunum og verður þar næstu vikur. Áhöfn skipsins var sótt á miðvikudag til Noregs af TF-SIF, flugvél Gæslunnar.

Þór var í vikunni siglt til Stafangurs í slipp hjá norska fyrirtækinu GMC Yard AS. Um er að ræða reglubundna viðhaldsvinnu. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgsigæslunnar segir að varðskipið Freyja verði við gæslustörf við Ísland á meðan.

Gert er ráð fyrir að Þór verði í slipp til 14. júlí að sögn Ásgeirs. En svo þurfti að koma áhöfninni heim
á ný og þess vegna hélt TF-SIF einnig til Noregs til þess að sækja áhöfnina á Sola-flugvöllinn í Stafangri. „Enda hagkvæmasta leiðin,“ segir Ásgeir og bætir við að ferðin hafi einnig verið nýtt í eftirlit með skipaumferð um Atlantshaf. Áhöfn Þórs og Sifjar lenti svo aftur á Reykjavíkurflugvelli um kl. 19 á miðvikudagskvöld.