Íslenska íþróttafólkið hélt áfram að sanka að sér verðlaunum á Smáþjóðaleikunum í Andorra í gær. Sex gullverðlaun bættust í safnið, þrenn í sundi, tvenn í frjálsíþróttum og ein í skotfimi. Eftir þrjá keppnisdaga af fimm er Ísland því komið með…
Íslenska íþróttafólkið hélt áfram að sanka að sér verðlaunum á Smáþjóðaleikunum í Andorra í gær. Sex gullverðlaun bættust í safnið, þrenn í sundi, tvenn í frjálsíþróttum og ein í skotfimi. Eftir þrjá keppnisdaga af fimm er Ísland því komið með samtals 21 gullverðlaun og er næstefst á verðlaunatöflunni, á eftir Kýpurbúum sem hafa unnið 22 gullverðlaun á leikunum. Lúxemborg er í þriðja sæti með 18 gullverðlaun. » 26