— Ljósmynd/Bolli
Þegar Hrefna Marín Sigurðardóttir eignaðist sitt fjórða barn og áttaði sig á að hún stóð enn frammi fyrir sömu hindrunum í bókalestri og áður ákvað hún að breyta því sjálf. Hún fann að margar fyrstu bækur barna, oft þýddar úr erlendum tungumálum, spegluðu lítið íslenskan veruleika

Þegar Hrefna Marín Sigurðardóttir eignaðist sitt fjórða barn og áttaði sig á að hún stóð enn frammi fyrir sömu hindrunum í bókalestri og áður ákvað hún að breyta því sjálf. Hún fann að margar fyrstu bækur barna, oft þýddar úr erlendum tungumálum, spegluðu lítið íslenskan veruleika. Úr varð að hún skrifaði Íslensku dýrin mín og Hlutirnir mínir – bækur sem byggja á íslensku umhverfi og höfða til barna og foreldra. „Til þess að gefa þeim tíma þurfum við að kveikja aðeins á þeim sem les,“ sagði Hrefna í Ísland vaknar á K100.

Nánar um málið á K100.is.