Nokkrum sinnum hefur maður minnt lesendur á að ef þeir vilji bera e-ð úr býtum sé mikilvægt að gera það með ypsilon ý-i. Býti eru almennt skipti en líka hlutur enda þýðir orðtakið að fá e-ð í sinn hlut, hafa ávinning af e-u

Nokkrum sinnum hefur maður minnt lesendur á að ef þeir vilji bera e-ð úr býtum sé mikilvægt að gera það með ypsilon ý-i. Býti eru almennt skipti en líka hlutur enda þýðir orðtakið að fá e-ð í sinn hlut, hafa ávinning af e-u. Bíti með í-i er annað mál, sést ekki nema í orðasambandinu í bítið sem þýðir snemma (morguns).