40 ára Hildur er Vestfirðingur en er alin upp í Virginíuríki í Bandaríkjunum, þar sem fjölskyldan býr enn. Hildi langaði alltaf að flytja til Íslands sem barn og hún ákvað að fara í MH árið 2001 og lauk þar stúdentsprófi af IB-braut

40 ára Hildur er Vestfirðingur en er alin upp í Virginíuríki í Bandaríkjunum, þar sem fjölskyldan býr enn. Hildi langaði alltaf að flytja til Íslands sem barn og hún ákvað að fara í MH árið 2001 og lauk þar stúdentsprófi af IB-braut. Hún fór í lögfræði við Háskólann á Akureyri og lauk þar BA-gráðu, og vann síðan um tíma hjá lögreglunni á Ísafirði, áður en hún fór í meistaranám í heimskautarétti og svo haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólann á Akureyri. Í dag starfar Hildur sem verkefnastjóri hjá Háskólanum á Akureyri á Hug- og félagsvísindasviði.

Helstu áhugamálin eru sund og dans. „Svo hef ég mikinn áhuga á norður­slóðum og hef unnið að mörgum verkefnum þeim tengdum.“ Einkasonur Hildar er Elvar Þór Guðbjarnason, f. 2009.