Víðir Reynisson fór fram á við forstjóra Útlendingastofnunar að hún færi ekki að lögum, heldur vilja hans. Forstjóri Útlendingastofnunar fór að vilja Víðis. Hún er ekki ein um það; henni bar skylda til að framfylgja löglegum úrskurði þar til bærra yfirvalda um brottvísun úr landi

Víðir Reynisson fór fram á við forstjóra Útlendingastofnunar að hún færi ekki að lögum, heldur vilja hans. Forstjóri Útlendingastofnunar fór að vilja Víðis. Hún er ekki ein um það; henni bar skylda til að framfylgja löglegum úrskurði þar til bærra yfirvalda um brottvísun úr landi. Hún er ekki ein um slíkt í flokki íslenskra embættismanna. Og henni er vorkunn; lögreglustjóri var rekinn fyrir löghlýðni. Ekki er að sjá að forstjórinn hafi leitað leiðbeiningar dómsmálaráðuneytisins þegar hún ákvað að hlýða Víði frekar en settum lögum. En samúð með einstaklingi má aldrei verða til þess að lög séu brotin í hans þágu. Fordæmið liggur nú fyrir og verður áreiðanlega reynt aftur og aftur í framhaldinu. Reyndar hefðu löglegar, en seinfarnari, leiðir leitt til dvalarleyfis, þegar svo háttar sem hér um ræðir. En líklega hefði þetta velviljaða fólk ekki fengið góða ráðgjöf, né haft nægilegt samráð við Útlendingastofnun áður en það greip til sinna ráða. Með lögum skal land vort byggja.

Löghlýðinn.