30 ára Friðrik fæddist í Reykjavík en ólst upp á Ísafirði. Hann er Vestfirðingur í húð og hár og á ættir að rekja til Grunnavíkur á Jökulfjörðum og til Norðurfjarðar á Ströndum. Hann spilaði mikið fótbolta sem strákur og í dag er hann liðsstjóri meistaraflokks Vestra á Ísafirði. Friðrik er að læra húsasmíði en starfar meðfram því í íbúðakjarna fyrir fatlaða á Ísafirði.
Helstu áhugamál Friðriks eru veiðar, bæði skotveiði og stangveiði, og öll útivist.
Fjölskylda Eiginkona Friðriks er Auður Þorgerður H. Jónsdóttir, f. 1996. Hún er í sjúkraliðanámi og vinnur á Hjúkrunarheimilinu Eir á Ísafirði, og þau eiga soninn Daníel Fannar, f. 2022. Friðrik og Auður fögnuðu eins árs brúðkaupsafmæli í gær.