Það varð smá landbúnaðarbylting þegar hingað barst bíll sem ók undir nafninu jeep á móðurmáli sínu ensku. Í auglýsingum var hann kallaður þetta eða „Jeep-bíll“ út úr vandræðum. Málhollir menn lögðu m.a
Það varð smá landbúnaðarbylting þegar hingað barst bíll sem ók undir nafninu jeep á móðurmáli sínu ensku. Í auglýsingum var hann kallaður þetta eða „Jeep-bíll“ út úr vandræðum. Málhollir menn lögðu m.a. til „kríli“; þeir fyrstu voru litlir. Endirinn varð jeppi, beygist eins og seppi, og hafa aðrar tillögur orðið sjálfdauðar.