Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Alþingis. Sverrir tekur við embættinu 1. ágúst en þá lætur núverandi skrifstofustjóri, Ragna Árnadóttir, af embætti. Sverrir var valinn úr hópi 20 umsækjenda en tveir drógu umsókn sína til baka í ráðningarferlinu

Sverrir Jónsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Alþingis. Sverrir tekur við embættinu 1. ágúst en þá lætur núverandi skrifstofustjóri, Ragna Árnadóttir, af embætti. Sverrir var valinn úr hópi 20 umsækjenda en tveir drógu umsókn sína til baka í ráðningarferlinu.

Sverrir Jónsson lauk BA-gráðu í hagfræði og atvinnulífsfræði frá Háskóla Íslands, MPA-prófi í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla og hefur auk þess stundað nám í leiðtogaþjálfun við Oxford-háskóla. Sverrir hefur frá árinu 2024 starfað sem sviðsstjóri stafrænna umbóta hjá Skattinum. Þar áður gegndi hann starfi framkvæmdastjóra rekstrar hjá EFTA, þar sem hann bar ábyrgð á rekstri og innri þjónustu samtakanna í Brussel, Genf og Lúxemborg. Þá starfaði hann í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Samhliða því var hann formaður samninganefndar ríkisins.