Guðrún Gunnarsdóttir heldur stofutónleika á Gljúfrasteini á morgun, sunnudaginn 15. júní, klukkan 16. Segir í tilkynningu að tónleikarnir séu hluti af árlegri sumardagskrá þar sem tónlist ómi í stofunni eins og á dögum Laxnesshjónanna

Guðrún Gunnarsdóttir heldur stofutónleika á Gljúfrasteini á morgun, sunnudaginn 15. júní, klukkan 16. Segir í tilkynningu að tónleikarnir séu hluti af árlegri sumardagskrá þar sem tónlist ómi í stofunni eins og á dögum Laxnesshjónanna. Með Guðrúnu verða Gunnar Gunnarsson á píanói og Þorgrímur „Toggi“ Jónsson á kontrabassa. Þá munu þau flytja lög eftir skandinavísk söngvaskáld, þar á meðal norsku systkinin Kari, Ola og Lars Bremnes.