— Morgunblaðið/Regína
„Við borðum minnst í heimi af grænmeti. Við verðum að gera eitthvað í þessu,“ sagði Magnús Scheving, skapari Latabæjar, sem var gestur í Skemmtilegri leiðinni heim í vikunni. Hann fagnar 30 ára afmæli Latabæjar með nýju átaki þar sem…

„Við borðum minnst í heimi af grænmeti. Við verðum að gera eitthvað í þessu,“ sagði Magnús Scheving, skapari Latabæjar, sem var gestur í Skemmtilegri leiðinni heim í vikunni. Hann fagnar 30 ára afmæli Latabæjar með nýju átaki þar sem börnum býðst ferskt grænmeti og ávextir í litríkum umbúðum, með límmiðum sem hægt er að safna fyrir veglegum verðlaunum. Í viðtalinu fór Magnús um víðan völl og rifjaði meðal annars upp eftirminnilegar uppákomur með ráðamönnum víða um heim í tengslum við Latabæ.

Nánar á K100.is.