Lögreglumönnum í Noregi hefur hingað til ekki verið heimilað að bera skotvopn á almannafæri. Það kemur til með að breytast en lagabreyting þess efnis var samþykkt á norska þinginu í fyrradag.
Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna studdi frumvarpið sem minnihlutastjórn Verkamannaflokksins lagði fram. Dómsmálaráðherrann Astri Aas-Hansen sagði alla í Noregi verða að finna til öryggis og benti á aukna glæpatíðni í því samhengi. Hún er tiltölulega lág þar í landi en hefur hækkað nokkuð á undanförnum árum.
Óvíst er hvenær breytingarnar verða teknar í gagnið en það verður í höndum norskra lögregluyfirvalda að móta stefnuna nánar og ákveða bæði reglur og fjölda þeirra lögreglumanna sem fá heimild til að bera skotvopn. Árið 2023 voru fram 38 morð í landinu en þá höfðu þau ekki verið fleiri á einu árið síðan 2013.
floki@mbl.is