Malbikunarvinna Svo vel hefur gengið að malbika framan af sumri að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar eru vel á undan áætlunum.
Malbikunarvinna Svo vel hefur gengið að malbika framan af sumri að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar eru vel á undan áætlunum. — Morgunblaðið/Eggert
Mal­bikunar­fram­kvæmd­ir á höfuðborg­ar­svæðinu hafa gengið von­um fram­ar í vor og sum­ar og eru á und­an áætl­un hjá fyr­ir­tækj­un­um Colas og Mal­bik­un­ar­stöðinni Höfða. „Það hef­ur gengið merki­lega vel

Egill Aaron Ægisson

egillaaron@mbl.is

Mal­bikunar­fram­kvæmd­ir á höfuðborg­ar­svæðinu hafa gengið von­um fram­ar í vor og sum­ar og eru á und­an áætl­un hjá fyr­ir­tækj­un­um Colas og Mal­bik­un­ar­stöðinni Höfða.

„Það hef­ur gengið merki­lega vel. Við höf­um verið ótrú­lega hepp­in með vorið. Maí var nátt­úru­lega frá­bær,“ sagði Björk Úlfars­dótt­ir, deild­ar­stjóri um­hverf­is, gæða og ný­sköp­un­ar hjá Colas, í sam­tali við mbl.is.

„Við erum aðeins á und­an áætl­un af því að maí var betri en við bjugg­umst við.“

Tvö­föld­un Reykja­nes­braut­ar á und­an áætl­un

Fyr­ir­tækið hef­ur aðallega sinnt verk­efn­um fyr­ir Vega­gerðina þar sem stærsta verk­efnið er tvö­föld­un Reykja­nes­braut­ar.

Björk sagði það verk­efni vera á und­an áætl­un, en gert hefði verið ráð fyr­ir að verk­inu lyki vorið 2026.

„Það er bara búið að vera frá­bært mal­bikunarveður í sum­ar og von­andi held­ur það áfram.“

Langt á und­an áætl­un

Birk­ir Hrafn Jóakims­son, fram­kvæmda­stjóri Mal­bik­un­ar­stöðvar­inn­ar Höfða, sagði í sam­tali við mbl.is að fram­kvæmd­ir hefðu „sjald­an gengið bet­ur“.

Fyr­ir­tækið hef­ur m.a. sinnt yf­ir­lögn­um í aust­ur- og vest­ur­hluta Reykja­vík­ur sem og verk­efn­um í Hafnar­f­irði.

„Okk­ur miðar bara mjög vel með viðhald í borg­inni og erum mjög langt komn­ir,“ sagði Birk­ir og nefndi jafn­framt að fyr­ir­tækið væri langt á und­an áætl­un miðað við venju­legt ár.

„Það er búið að viðra svo ofboðslega vel.“

Höf.: Egill Aaron Ægisson