— Morgunblaðið/Eggert
Gott veður er í kortunum ef marka má veðurspána fyrir helgina. Í dag gerir spáin ráð fyrir að heiðskírt verði að heita megi allan liðlangan daginn. Veðurfræðingar gera að vísu ráð fyrir að veðurblíðan muni ekki endast daginn á Egilsstöðum, því þar er von á úrkomu síðdegis

Gott veður er í kortunum ef marka má veðurspána fyrir helgina. Í dag gerir spáin ráð fyrir að heiðskírt verði að heita megi allan liðlangan daginn. Veðurfræðingar gera að vísu ráð fyrir að veðurblíðan muni ekki endast daginn á Egilsstöðum, því þar er von á úrkomu síðdegis.

Á morgun er því spáð að skýin láti sjá sig á ný, þó að heiðskírt eiga að vera hluta úr degi sums staðar á landinu. Eftir helgi á síðan að fara að rigna en á mánudaginn er talsverðri úrkomu spáð. Hið sama má segja um þriðjudaginn. Íslendingar munu því að öllum líkindum fagna þjóðhátíðardeginum á 17. júní með regnhlíf í hendi auk íslenska fánans og sykurullarinnar.