Norður
♠ D6
♥ K985
♦ D874
♣ D72
Vestur
♠ G103
♥ D10
♦ 952
♣ Á10985
Austur
♠ 872
♥ Á732
♦ Á1063
♣ 63
Suður
♠ ÁK954
♥ G64
♦ KG
♣ KG4
Suður spilar 3G.
Það er sjaldan hægt að styðja sig við nákvæm vísindi þegar þrautreyndir spilarar ákveða hvort þeir taka áskorunum eða ekki. Hætturnar skipta auðvitað máli en oft ræður tilfinningin úrslitum.
Dæmi um þetta er spilið að ofan sem kom fyrir í sjöttu umferð Norðurlandamótsins á Laugarvatni. Í leik Íslands og Svíþjóðar í opna flokknum hófust sagnir eins. Suður opnaði á 1G (15-17), norður spurði um háliti með 2♣, suður sagði 2♠ og norður 2G, áskorun í 3G.
Við annað borðið sagði Mårten Gustawsson pass og Johan Sylvan fékk átta slagi. Við hitt borðið lyfti Magnús E. Magnússon í 3G enda með 5-lit og 16 punkta. Eftir laufaútspil byggðist spilið í raun á því að spaðinn lægi 3-3 og Magnús braut tvo slagi á tígul og tvo á lauf til viðbótar við fimm slagi á spaða. Það má segja að Gustawsson hafi haft rétt fyrir sér í prósentum en Magnús hirti 10 impa.