— AFP
Það var líf og fjör í New York um helgina þegar haldin var tvífarakeppni tileinkuð stórleikaranum vinsæla Pedro Pascal – og sigurlaunin voru ekki af verri endanum: búrrító í heilt ár og 50 dalir í vasann

Það var líf og fjör í New York um helgina þegar haldin var tvífarakeppni tileinkuð stórleikaranum vinsæla Pedro Pascal – og sigurlaunin voru ekki af verri endanum: búrrító í heilt ár og 50 dalir í vasann. Keppnin fór fram við veitingastaðinn Son del North, sem hélt upp á eins árs afmæli sitt með stæl. Ef marka má athugasemdir á samfélagsmiðlum virðist töluverður fjöldi kvenna hafa farið á „veiðar“ í keppninni, en Pascal þykir ansi heillandi um þessar mundir. Sigurvegarinn fór að minnsta kosti alveg örugglega saddur og sæll heim eftir keppnina.