Norður
♠ KD852
♥ G643
♦ D65
♣ 10
Vestur
♠ 109
♥ D5
♦ K1092
♣ ÁKD86
Austur
♠ 763
♥ 97
♦ Á743
♣ 7543
Suður
♠ ÁG4
♥ ÁK1082
♦ G8
♣ G92
Suður spilar 3♥.
Edgar Kaplan sagði í hálfkæringi fyrir nærri hálfri öld að enginn gæti lengur sagt tígul til að sýna tígul. Laufið hefði týnst um miðja öldina og hjartað væri óðum að hverfa.
En nú er svo komið að hið hefðbundna grand er í útrýmingarhættu. Dæmi um slíkt er spilið að ofan sem kom fyrir á sænska meistaramótinu nýlega. Við annað borðið sátu Johan Sylvan og Mårten Gustawsson í NS og og Peter Fredin og Simon Ekenberg í AV, allt landsliðsmenn. Sylvan opnaði á 1♥ í suður og Fredin í vestur sagði 1G þótt hann ætti hvorki hjartafyrirstöðu né 15-17 punkta. Gustawsson stökk hindrandi í 3♥, þar við sat og Sylvan fékk 11 slagi.
Við hitt borðið opnaði Johan Säfsten á 1G (15-17) í suður með 14 punkta og 5-lit í hjarta. Vestur sagði pass, Måns Sjöqvist spurði um háliti, hækkaði 2♥ í 4♥ og Säfsten fékk 12 slagi.