Að greina þýðir m.a. að skilja sundur, aðgreina og þá fer að hljóma sennilega að orðasambandið að greina á um e-ð þýði að vera ósammála um e-ð. Þegar þetta er orðið ljóst þarf maður bara að passa sig á því að „þeim“ eða…
Að greina þýðir m.a. að skilja sundur, aðgreina og þá fer að hljóma sennilega að orðasambandið að greina á um e-ð þýði að vera ósammála um e-ð. Þegar þetta er orðið ljóst þarf maður bara að passa sig á því að „þeim“ eða „mönnunum“ greini ekki á um neitt. Séu þessir menn ósammála greinir þá, mennina á um eitthvað.