Sigrún Jóhannesdóttir fæddist 14. febrúar 1936. Hún lést 12. maí 2025.

Útför Sigrúnar fór fram 27. maí 2025.

Hún Rúna frænka, nánast systir okkar systkina frá Heiðarbæ II, er látin. Yndisleg, falleg og brosandi eins og allar bræðradæturnar frá Heiðarbæ I og II. Feður okkur Jóhannes og Einar bjuggu á Heiðarbæ I og II, heimilin voru náin þá, eins og er enn í dag.

Rúna okkar var gift Gunnari Guttormssyni frá Hallormsstað, eiga þau tvær dætur, Margréti og Gerði, indælar báðar.

Mikil hljómlist, söngur og hljóðfæraleikur einkennir Rúnu og Gunnar og dæturnar tvær.

Ég minnist svo margra góðra stunda frá uppvexti mínum á Heiðarbæjunum. Það er mér dýrmætt verandi yngstur átta Heiðarbæjarsystkina. Já, það var mikið sungið og reyndar gert enn. Yngra fólkið viðheldur þeirri hefð.

Gunnar, Magga og Gerður, minningin mun lifa.

Sveinbjörn F. Einarsson,
Heiðarbæ II.