Norður ♠ D987 ♥ 104 ♦ 105 ♣ 97642 Vestur ♠ 10643 ♥ G932 ♦ K8 ♣ D83 Austur ♠ 5 ♥ 875 ♦ G764 ♣ ÁKG105 Suður ♠ ÁKG2 ♥ ÁKD6 ♦ ÁD932 ♣ – Suður spilar 6♠

Norður

♠ D987

♥ 104

♦ 105

♣ 97642

Vestur

♠ 10643

♥ G932

♦ K8

♣ D83

Austur

♠ 5

♥ 875

♦ G764

♣ ÁKG105

Suður

♠ ÁKG2

♥ ÁKD6

♦ ÁD932

♣ –

Suður spilar 6♠.

Skilgreining keppnisspilara á jafnskiptri hendi hefur breyst mikið á síðari árum og það þykir t.d. núorðið eðlilegt að opna á einu eða tveimur gröndum með stakt háspil. En í spilinu að ofan, sem Hollendingunnn Jan van Cleeff skrifaði um, gekk Svíinn Peter Fredin, sem sjaldan fer troðnar slóðir í sögnum, skrefinu lengra.

Fredin í suður opnaði á 2♣ sterkum og félagi hans sagði 2♦. Nú fannst Fredin tígulliturinn ekki nógu góður til að segja hann á 3. sagnstigi, ekki gat hann sagt 4-lit í hálit og valdi því 2G til að sýna jafnskipta hönd með 22-24 punkta! Norður sagði 3♣, venjulegur Stayman, austur doblaði, Fredin sagði 3♥ og norður 3G. Nú sá Fredin í hendi sér að norður hlyti að eiga 4-lit í spaða og stökk í 6♠.

Vestur spilaði út ♣3 og Fredin trompaði, tók þrisvar hjarta og henti tígli, tók ♦Á, trompaði tígul og víxltrompaði upp í 12 slagi.