Ólafur Egilsson leikstjóri mætti nýverið í þáttinn Ísland vaknar á K100 og ræddi þar velgengni söngleiksins Þetta er Laddi sem snýr aftur í september. „Það rjúka út miðarnir. Fólk vill sjá Ladda,“ sagði Ólafur og bætti við: „Þjóðin …
Ólafur Egilsson leikstjóri mætti nýverið í þáttinn Ísland vaknar á K100 og ræddi þar velgengni söngleiksins Þetta er Laddi sem snýr aftur í september. „Það rjúka út miðarnir. Fólk vill sjá Ladda,“ sagði Ólafur og bætti við: „Þjóðin kveikir á Ladda sínum.“ Hann greindi jafnframt frá því að yfir tólf þúsund manns hefðu tekið persónuleikapróf Borgarleikhússins til að komast að því hvaða Ladda-karakter þeir líkjast. „Niðurstöður liggja fyrir: Þjóðin er Eiríkur Fjalar,“ sagði hann – en yfir 41% þátttakenda fékk þá niðurstöðu.
Nánar um málið á K100.is.