30 ára Guðmundur Árni Stefánsson er Húsvíkingur í húð og hár. Hann gekk í Borgarhólsskóla á Húsavík og síðar í Framhaldsskólann á Húsavík. Helstu áhugamál hans þegar hann var barn voru að spila fótbolta og fara í útilegur.
Hann lauk námi í vélstjórn á Akureyri árið 2020 og starfar í dag sem vélstjóri hjá Norðursiglingu á Húsavík.
Helstu áhugamál Guðmundar eru ferðalög, skotveiði og fótboltaferðir. „Ég horfi mikið á fótbolta og Arsenal er náttúrulega besta liðið.“
Fjölskylda Maki Guðmundar er Gunnhildur Westerlund Björnsdóttir, f. 1993, en hún starfar á leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík. Þau eiga börnin Birni Geir, f. 2021, og Theodóru Glóð, f. 2024, og búa á Húsavík.