Það er styttri þráðurinn í þingmönnum en oft er, segja þingmennirnir Dagbjört Hákonardóttir í Samfylkingu og Þorgrímur Sigmundsson í Miðflokki í viðtali Dagmála, sem birt er á mbl.is í dag. Þeim bar hins vegar ekki saman um hvort það væri styttra í tundrið hjá stjórnarþingmönnum eða stjórnarandstöðu.
„Ég held að það sé raunveruleg spenna í þessu núna,“ segir Þorgrímur þegar rætt er um hvað sé leikaraskapur og hvað alvara í sölum Alþingis þessi dægrin. Hann nefnir dæmi frá því í gærmorgun, þar sem kastaðist í kekki með þeim Guðrúnu Hafsteinsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.
Um þinglokin vildu þau sem minnstu spá en töldu hina hafa það í hendi sér. Hins vegar vildi Dagbjört ekki útloka að þingfundir stæðu fram í júlí, ríkisstjórnin þyrfti að klára sín mál og það myndi hún gera.