Laugarker Vesturbæjarlaugar, sem byggt var 1961, er í mun verra ásigkomulagi en fyrstu skoðanir gáfu til kynna. Framkvæmdir hófust við laugina 26. maí og áttu að standa fram yfir 23. júní. Nú er orðið ljóst að sundþyrstir Vesturbæingar þurfa að bíða …
Laugarker Vesturbæjarlaugar, sem byggt var 1961, er í mun verra ásigkomulagi en fyrstu skoðanir gáfu til kynna. Framkvæmdir hófust við laugina 26. maí og áttu að standa fram yfir 23. júní. Nú er orðið ljóst að sundþyrstir Vesturbæingar þurfa að bíða lengur, eða leita á önnur sundlaugamið, því framlengja þarf lokunina til 15. júlí. Búið er að byggja yfir laugina meðan á framkvæmdum stendur.