Alþingi kaus í gær sjö aðalmenn og jafnmarga varamenn í bankaráð Seðlabankans. Boðnir voru fram tveir listar stjórnar og stjórnarandstöðu og var sjálfkjörið í ráðið. Aðalmenn í bankaráði verða: Bolli Héðinsson og Guðrún Johnsen fyrir Samfylkingu,…

Alþingi kaus í gær sjö aðalmenn og jafnmarga varamenn í bankaráð Seðlabankans. Boðnir voru fram tveir listar stjórnar og stjórnarandstöðu og var sjálfkjörið í ráðið.

Aðalmenn í bankaráði verða: Bolli Héðinsson og Guðrún Johnsen fyrir Samfylkingu, Gylfi Zoëga fyrir Viðreisn, Oddný Árnadóttir fyrir Flokk fólksins, Birgir Ármannsson fyrir Sjálfstæðisflokk, Ólafur Ísleifsson fyrir Miðflokk og Arnar Bjarnason fyrir Framsóknarflokk.

Varamenn þeirra verða (í sömu röð fyrir sömu flokka á Alþingi): Gunnar Alexander Ólafsson, Freyja Vilborg Þórarinsdóttir, Katrín Ólafsdóttir, Katrín Viktoría Leiva, Teitur Björn Einarsson, Bessí Þóra Jónsdóttir og Aðalheiður Sigursveinsdóttir.

Atkvæðagreiðslunni hafði áður verið frestað tvívegis, en samkvæmt heimildum blaðsins kom frestunin til vegna ójafnra kynjahlutfalla í fyrri tilnefningum.

Bankaráðið kýs sér sjálft formann á fyrsta fundi. andres@mbl.is