„Hann byrjar á því að brigsla mér og öðrum andstæðingum sínum um óhreinar hvatir“ segir í Landinu 1918; já, ætli maður kannist ekki við það. Að brigsla er að ásaka e-n, núa e-m e-u um nasir
„Hann byrjar á því að brigsla mér og öðrum andstæðingum sínum um óhreinar hvatir“ segir í Landinu 1918; já, ætli maður kannist ekki við það. Að brigsla er að ásaka e-n, núa e-m e-u um nasir. Gæta þarf að því, þegar brigslað er, að brigsla mér og öðrum, ekki „mig“ og „aðra“ o.s.frv. um það sem við þykjum hafa til saka unnið.