Norður ♠ ÁD64 ♥ K73 ♦ 1073 ♣ K106 Vestur ♠ 1072 ♥ DG8 ♦ D9 ♣ 98542 Austur ♠ G953 ♥ Á4 ♦ KG64 ♣ DG7 Suður ♠ K8 ♥ 109652 ♦ Á842 ♣ Á3 Suður spilar 3♥

Norður

♠ ÁD64

♥ K73

♦ 1073

♣ K106

Vestur

♠ 1072

♥ DG8

♦ D9

♣ 98542

Austur

♠ G953

♥ Á4

♦ KG64

♣ DG7

Suður

♠ K8

♥ 109652

♦ Á842

♣ Á3

Suður spilar 3♥.

Í þættinum í gær var sýnt dæmi um einfalda blekkispilamennsku sem aldrei gat kostað og hér er annað slíkt.

Austur opnaði á 1♦, suður sagði 1♥, norður sýndi góða hækkun með 2♦ en suður sló af í 3♥. Í vestur sat Norðmaðurinn brögðótti Geir Helgemo. Hann spilaði út ♦D, sagnhafi gaf, og síðan ♦9, 10, gosi og ás. Sagnhafi spilaði ♥10, Helgemo lagði gosann á og sagnhafi gaf í borði. Helgemo spilaði þá ♣9 sem sagnhafi drap heima og spilaði ♥2.

Helgemo sá að ef hann léti áttuna myndi sagnhafi aftur gefa í blindum. Austur yrði að drepa með ás og vörnin fengi aðeins einn tígulslag í viðbót. Helgemo prófaði því að spila ♥D eins og hann hefði átt DG stök í upphafi. Og sagnhafi féll í gildruna, stakk upp kóng í blindum. En nú drap austur á ás, tók tígulslaginn og spilaði fjórða tíglinum og Helgemo trompaði með áttunni.