30 ára Ólöf ólst upp í Hafnarfirði og gekk þar í Engidals- og Víðistaðaskóla. Hún segir að það hafi verið gott að alast upp í Firðinum og hún stundaði m.a. klifur sem stelpa hjá Fimleikafélaginu Björk. Eftir grunnskólann fór hún í Fjölbrautaskólann í Breiðholti og síðan í tölvuskólann NTV.
Í dag starfar hún á skrifstofu Garðaþjónustu Sigurjóns í Hafnarfirði.
Helstu áhugamál Ólafar eru gæðastundir með fjölskyldunni. „Svo eigum við hundinn Mími, sem er ágætis einkaþjálfari,“ segir hún, en með lítil börn á heimilinu er nóg að gera þessa dagana.
Fjölskylda Unnusti Ólafar er Valur Fannar Magnússon, f. 1995, og þau eiga dæturnar Halldóru Von, f. 2021, og Alexöndru Ósk, f. 2024, og búa í Hafnarfirði.