Samtök Íbúar hafa stofnað vettvang um hagsmuni Breiðholtsbúa.
Samtök Íbúar hafa stofnað vettvang um hagsmuni Breiðholtsbúa. — Morgunblaðið/ÞÖK
Hópur áhugasamra Breiðholtsbúa hefur opnað Facebook-síðu sem hefur að markmiði að efla samfélagið í Breiðholti. Hópurinn kallar sig „Okkar Breiðholt“ og er óháður stjórnmálaflokkum. Daði Freyr Ólafsson, einn stofnenda hópsins, segir að tilgangurinn…

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Hópur áhugasamra Breiðholtsbúa hefur opnað Facebook-síðu sem hefur að markmiði að efla samfélagið í Breiðholti. Hópurinn kallar sig „Okkar Breiðholt“ og er óháður stjórnmálaflokkum.

Daði Freyr Ólafsson, einn stofnenda hópsins, segir að tilgangurinn með myndun þessa hóps sé að stuðla að uppbyggilegum samtölum, ábendingum og verkefnum sem nýtast öllum íbúum. Lögð er áhersla á að ólík sjónarmið verði sett fram með virðingu og jákvæðni að leiðarljósi.

„Markmið hópsins er að efla hverfisauð Breiðholtsins sem ópólitískur hagsmunahópur, að stuðla að því að rödd íbúa hverfisins heyrist í málefnum sem varða hverfið, að stuðla að upplýsandi umræðu og önnur mál sem snerta Breiðhyltinga.“

Hann leggur áherslu á að hópurinn er ótengdur stjórnmálaflokkum og vilji stuðla að því að virðing og kurteisi séu virt þegar fjallað er um málefni hverfisins.

„Við hvetjum til umræðu um skipulagsmál og áhrif þeirra á nærumhverfi, íbúa og samfélagið í heild. Við leggjum áherslu á að umræðan sé málefnaleg, upplýsandi og laus við persónulegar árásir. Markmið okkar er að efla samráð íbúa við yfirvöld og hagsmunaaðila,“ segir Daði Freyr.

Höf.: Óskar Bergsson