— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ungir sem aldnir komu saman í Hljómskálagarðinum á Kvennavökunni í gær til að hlýða á ljúfa tóna og fagna kvenréttindadeginum. Bríet, Reykjavíkurdætur og Heimilistónar voru meðal þeirra sem stigu á svið og skemmtu áhorfendunum

Ungir sem aldnir komu saman í Hljómskálagarðinum á Kvennavökunni í gær til að hlýða á ljúfa tóna og fagna kvenréttindadeginum.

Bríet, Reykjavíkurdætur og Heimilistónar voru meðal þeirra sem stigu á svið og skemmtu áhorfendunum.

Gestirnir létu smá rigningu ekki á sig fá enda eru Íslendingar öllu vanir þegar kemur að veðri.