Lögbrot Evrópudómstóllinn telur skilmála Booking hafa verið ólögmæta.
Lögbrot Evrópudómstóllinn telur skilmála Booking hafa verið ólögmæta. — AFP/Kirill Kudryavtsev
Fleiri tugir íslenskra fyrirtækja sem nýtt hafa þjónustu gistibókunarsíðunnar Booking.com hafa skráð sig í samevrópska hópmálsókn á hendur fyrirtækinu. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sem býst við að…

Fleiri tugir íslenskra fyrirtækja sem nýtt hafa þjónustu gistibókunarsíðunnar Booking.com hafa skráð sig í samevrópska hópmálsókn á hendur fyrirtækinu.

Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sem býst við að yfir hundrað íslensk fyrirtæki komi til með að skrá sig í málsóknina áður en yfir lýkur.

Málsóknin kemur í kjölfar dóms Evrópudómstólsins í Lúxemborg þess efnis að verðjöfnunarskilmálar sem voru hluti af almennum skilmálum Booking hafi verið andstæðir evrópskum samkeppnisreglum.

Mörg þúsund evrópsk fyrirtæki hafa skráð sig í málsóknina en málið verður höfðað í Hollandi. Jóhannes segir dóm Evrópudómstólsins skýran og ljóst að skilmálar Booking hafi verið ólögmætir.