— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kvenréttindadagurinn var haldinn hátíðlegur í gær í tilefni þess að 110 ár eru liðin frá því að konur sem náð hefðu 40 ára aldri öðluðust kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, með stjórnarskrárbreytingu 19

Kvenréttindadagurinn var haldinn hátíðlegur í gær í tilefni þess að 110 ár eru liðin frá því að konur sem náð hefðu 40 ára aldri öðluðust kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, með stjórnarskrárbreytingu 19. júní árið 1915.

Reykjavíkurborg stóð fyrir fjölbreyttri dagskrá í tilefni
dagsins en hún hófst í Hólavallagarði þar sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins og forseti borgarstjórnar, lagði blómsveig að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem var einn af stofnendum Kvenréttindafélags Íslands og ritstjóri Kvennablaðsins. Bríet var kjörin bæjarfulltrúi í Reykjavík árið 1908 og var jafnframt fyrst kvenna til að bjóða sig fram til Alþingis.