Makríll Líffræðileg skilyrði gera íslenskan makríl lakari en norskan.
Makríll Líffræðileg skilyrði gera íslenskan makríl lakari en norskan. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Makríll, sem veiddur er af íslenskum skipum, er af náttúrulegum ástæðum miklu lakari en sá sem veiddur er af norskum skipum. Af þeim sökum fæst staðfastlega miklu lægra verð fyrir hann. Þetta kom fram í norskri rannsókn dr

Makríll, sem veiddur er af íslenskum skipum, er af náttúrulegum ástæðum miklu lakari en sá sem veiddur er af norskum skipum. Af þeim sökum fæst staðfastlega miklu lægra verð fyrir hann.

Þetta kom fram í norskri rannsókn dr. Bernts Arne Bertheussen, prófessors við Norðurslóðaháskólann í Tromsø (UiT), og fleiri, sem birt var 2020. Það kemur heim og saman við nýja skýrslu dr. Tronds Bjørndal, eins helsta sérfræðings Noregs á sviði uppsjávarfisks.

Fyrir vikið má efast um að verð á makríl í Noregi sé gott viðmiðunarverð til þess að verðmeta íslenskan makrílafla upp á nýtt til þess að leggja á veiðigjöld, eins og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra leggur til í frumvarpi sínu um hækkun þeirra.

Atvinnuveganefnd Alþingis tekur á sinn hátt undir þau sjónarmið, en meirihluti hennar leggur til að viðmiðunarverðið nemi 80% af norska verðinu.

Það hefur þó ljóslega lítið að segja ef raunverulegt verðmæti íslenska makrílaflans er helmingi minna en fyrir makríl norskra skipa. Íslenskur makrílafli yrði þá skattlagður eins og hann væri 60% verðmætari en hann er í raun og alls óvíst hvort makrílveiðar svari kostnaði. » 11