Sóljafndægur er heitið á nýrri tónleikaröð í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem Heiða Árnadóttir flytur verk eftir Guðmund Stein Gunnarsson, Ásbjörgu Jónsdóttur, Kristínu Þóru Haraldsdóttur og Þórunni Björnsdóttur
Sóljafndægur er heitið á nýrri tónleikaröð í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem Heiða Árnadóttir flytur verk eftir Guðmund Stein Gunnarsson, Ásbjörgu Jónsdóttur, Kristínu Þóru Haraldsdóttur og Þórunni Björnsdóttur. Þema tónleikanna er sólstöður og jafndægur og er sérstakur gestur þeirra píanóleikarinn Tinna Þorsteinsdóttir. Segir í tilkynningu að tónleikarnir fari fram annað kvöld, laugardaginn 21. júní, klukkan 20, og að aðgangur sé ókeypis.